Valdið er vandmeðfarið

Hvað er það sem kemur valdamönnum í upplýstu þjóðfélagi til að gera tilraunir með varnarlaus börn? Ef rétt reynist þá hafa Danir hegðað sér þarna eins og versta nýlenduherraþjóð. Vonandi bera þeir gæfu til að rannsaka þetta til hlítar og rétt hlut þeirra sem brotið var á að svo miklu mæli sem það er unnt. 
mbl.is Grænlensk börn sem tilraunadýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta minnir á tilraunir nasista í seinni heimstyrjöldinni...

Áslaug Herdís Brynjarsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Jens Guð

  Danir hafa komið fram við Grænlendinga eins og verstu nýlendukúgarar.  Meðal annars leigðu Danir Bandaríkjaher aðstöðu í Thule á Grænlandi þar sem Bandaríkjaher geymdi m.a. kjarnorkuvopn.  Íbúar Thule voru fluttir frá heimkynnum sínum,  rifnir upp með rótum,  og komið fyrir í ókláruðum blokkum.  Þar beið þeirra bara vesöld.  Þeir þekktu ekki til fiskimiða í nýjum heimkynnum og voru eins og þorskar á þurru landi.  Vesluðust upp í drykkju og öðrum vandamálum. 

  Ég hef nokkrum sinnum komið til Grænlands.  Það er ömurlegt að kynnast því hvað Danir á Grænlandi sýna Grænlendingum mikinn hroka og yfirgang.  Tala niður til Grænlendinganna og reyna að niðurlægja þá á allan máta.

Jens Guð, 15.8.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband