Ginkgo Biloba - Musteristré

Ginkgo BilobaTíminn líður hratt og mikið að gera á stóru heimili. Ég ætlaði að vera löngu búin að koma þessari samantek um Ginkgo Biloba á prent, en betra er seint en aldrei. Hérna kemur örlítil samantekt um þessari öldnu plöntu.  

Talið er að Ginkgo Biloba plantan sé elsta plantan sem fyrir finnst. Fyrir ca. 200 milljónum árum náði hún mestri útbreiðslu, en þá óx hún nánast um alla jörð. Hún er mjög harðger og dæmi um það er að það fyrsta sem óx upp eftir atómsprengjuna í Hiroshima var Ginkgo Biloba - Musteristréð. Ginkgo tréð er ýmist karl- eða kvenkyns. Blóm karl-trésins vex á ca 3 cm löngum rekklum sem falla af fljótlega eftir blómgun. Blóm kven-trésins þróast hins vegar yfir í ávöxt en kjöt þess er óætt og lyktar mjög illa. 

Notkun á Ginkgo Biloba hefur aðallega verið við truflunum í blóðrásarkerfinu. Talið er að plantan hafi blóðþynnandi áhrif, æðavíkkandi áhrif og víkki út berkjur. Því gæti hún haft gagnleg áhrif á blóðrásartruflanir í heila (dementiu), kalda fætur vegna æðaútvíkkandi áhrifa og astma.

Ráðlagðir skammtar fyrir 50 ára og eldri er 80-120 mg á dag af staðlaðri extrakt.

En eins og með lyf þá geta lækningajurtir haft aukaverkanir, milliverkanir og víxlverkanir. Algengustu aukaverkanir af Ginkgo Biloba eru meltingartruflanir, höfuðverkur og ofnæmisútbrot. Milliverkanir eru ekki þekktar en víxlverkanir gætu verið við blóðþynningarlyf. Ófrískar og mjólkandi konur ættu ekki að nota jurtina.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband