Jurtir til lækninga

Í gegnum tíðina hefur mannkynið notað jurtir til að reyna að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. Elstu heimildir um grasalækningar eru frá Kína og Egyptalandi og eru um 5000 ára gamlar. Kringum árið 2700 f.kr. gaf kínverski keisarinn Shen Nung út heimildaritið, Pen Tsao, með 365 uppskriftum (forskriftum) sem sumar eru enn notaðar.

Við söfnum jurta til lækninga þarf að gæta ýtrustu varkárni því auðvelt er að taka eitraðar plöntur í misgripum. Margar jurtir innihalda mikið magn virkra efna og eru því vandmeðfarnar. Ennfremur eru dæmi um víxlverkanir milli jurtalyfja og hefðbundinna lyfja og fæðu og eiturverkanir vegna ofskömmtunar. Ljóst er að söfnun, meðhöndlun og skömmtun á jurtalyfjum er vandmeðfarin og krefst mikillar þekkingar.

Sjúkdómar sem einstaklingar reyna helst að lækna með hjálp náttúru/jurtalyfja eru oft á tíðum sjúkdómar þar sem hefðbundnar læknisaðferðir hafa ekki reynst árangursríkar, s.s. við getuleysi, svefnleysi og krabbameini. Mörg náttúru/jurtalyf geta að öllum líkindum bætt heilsu fólks á meðan þau eru tekin en um leið getur einstaklingurinn farið á mis við hefðbundna lækningu.

Næstu daga hef ég hugsað mér, eftir því sem tími vinnst til, að setja inn fróðleiksmola um ýmsar jurtir.


 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband