Færsluflokkur: Bloggar
16.8.2009 | 21:28
Syndney vs. Þórshöfn
Að ruglast á Syndey og Sydney er hálfu verra en að ruglast á Þórshöfn og Þórshöfn, það er þó innan sömu heimsálfu.
Í fyrrasumar stóðu uppi vegalausir á Akureyri ferðalangar frá USA. Ferðinni var heitið til Þórshafnar... í Færeyjum en ekki voru þau sterkari í landafræði en svo að þegar þau skipulögðu og bókuðu ferðina á netinu var stefnan tekin á Þórshöfn á Langanesi... létt verk var að leiðrétta þann kúrs.
![]() |
Rugluðust á Ástralíu og Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2009 | 14:17
Könguló, könguló vísaðu mér á berjamó...

Þau stinga enn í augu, sárin sem urðu á náttúrunni í Rauðhólum við efnistöku sem þar fór fram og blasa við þegar við ekið er þar framhjá. Við fórum nokkuð langt inn í Heiðmörkina, fundum okkur bílastæði og hófum berjaleitina. Hún gekk ekki vel til að byrja með, bláberin ennþá að mestu græn eða svo smá að maður fékk samviskubit af að slíta þau af lynginu. Við gengum lengra inn í skóginn og héldum leitinni áfram, en berin hvorki stækkuðu né urðu þroskaðri við það.
Við tókum hlé á leitinni og drukkum okkar kaffi og höfðum það í raun alveg yndislega gott, því stundum er það ekki "áfangastaðurinn sem skiptir máli, heldur að njóta ferðarinnar", svo maður taki nú einn frasann úr ferðaauglýsingu... Þegar upp var staðið höfðum við náð í nokkur ber, en mikið var af grænjöxlum innan um (eða "vísirum" eins og Þingeyingurinn minn kallar það) og smælki. Við sorteruðum úr bestu berin þegar heim var komið og fengum okkur þau í eftirrétt, með skyri, en afgangurinn fór í suðu og breyttist við efnahvörf í efnilega berjasultu.
Þetta var yndislegur dagur, þó uppskeran hafi ekki verið í neinu samhengi við væntingarnar en þegar upp er staðið er það samveran og útivistin sem er kannski það sem hefur gefið mestu eftirtekjuna af sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 14:12
Valdið er vandmeðfarið
Hvað er það sem kemur valdamönnum í upplýstu þjóðfélagi til að gera tilraunir með varnarlaus börn? Ef rétt reynist þá hafa Danir hegðað sér þarna eins og versta nýlenduherraþjóð. Vonandi bera þeir gæfu til að rannsaka þetta til hlítar og rétt hlut þeirra sem brotið var á að svo miklu mæli sem það er unnt.
![]() |
Grænlensk börn sem tilraunadýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)